Áframhaldandi skúrir en dregur úr vindi
Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s fram eftir degi og rigning eða skúrir, en síðan 5-10 og skúrir. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vaxandi sunnanátt með skúrum, 18-23 m/s vestanlands um kvöldið með rigningu sunnan- og vestantil, en 13-18 austantil og þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Suðvestan hvassviðri með talsverðri rigningu sunnan- og vestantil um morguninn. Fer síðan yfir í skúrir og dregur smám saman úr vindi síðdegis, einkum um landið norðaustanvert. Áfram milt í veðri.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa vestan- og síðan suðvestanátt með skúrum, en bjart með köflum og þurrt að mestu norðaustantil á landinu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Hvöss suðvestanátt með skúrum, en úrkomulítið norðaustanlands.