Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áframhaldandi gæsluvarðhalds krafist
Miðvikudagur 4. nóvember 2009 kl. 08:44

Áframhaldandi gæsluvarðhalds krafist


Gert er ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm Litháum og einum Íslendingi. Mennirnir hafa verið í einangrun vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi, þar á meðal meintu mansali og tryggingasvikum.

Mennirnir voru í yfirheyrslum í gær. Þá hefur lögregla rætt við litháísku stúlkuna sem kom hingað til lands frá Varsjá í Póllandi í síðasta mánuði. Atburðir við komu hennar hingað leiddu til handtöku hóps manna, svo og húsleita. Auk þessa hefur lögreglan rannsakað gögn sem lagt hefur verið hald á í húsleitum.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, sem greinir frá þessu, rannsakar lögreglan nokkur brotamál af ýmsum toga, þar á meðal fjársvikamál sem mennirnir eru taldir tengjast með einum eða öðrum hætti.

Frétt af www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024