Áframhaldandi fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar
 Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%.
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%.   
Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um tæplega 14% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr tæplega 154 þúsund farþegum í tæplega 175 þúsund farþega.
Myndin: Þota Icelandair tekur á loft handan girðingarinnar á Keflavíkurflugvelli í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				