Áframhaldandi fallegt sumarveður!
Næturhimininn á Suðurnesjum var glæsilegur nú um kl. 01 þegar meðfylgjandi ljósmynd var tekin úr Tjarnarhverfinu í Innri Njarðvík og út á Faxaflóann. Svona fallegt veður veitir manni ástæðu til að skoða veðurspá næstu daga. Hún er svohljóðandi á vef Veðurstofu Íslands:
Veðurhorfur næsta sólarhring eru: Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil súld um landið austanvert en annars skýjað að mestu. Lægir smám saman í dag, fimmtudag, styttir að mestu upp og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 16 stig suðvestanlands, en 5 til 9 stig norðan- og austantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa:
Norðaustan 5-10 og skýjað að mestu, en lægir smám saman og léttir til í fyrramálið. Hiti 9 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðan 3-8 og súldarloft austanlands. Annars hægviðri og bjart með köflum. Hiti 10 til 17 stig vestanlands en 6 til 10 stig í þokulofti.
Á laugardag:
Hægviðri og víða léttskýjað en skúrir sunnanlands. Þokuloft úti á annesjum. Hiti 12 til 20 stig en svalara í þokuloftinu.
Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og smáskúrir. Áfram fremur hlýtt.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Víða bjartviðri vestanlands, en skýjað austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt með rigningu, þó síst suðvestanlands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.
VF-símamynd: Hilmar Bragi Bárðarson