Áframhaldandi blíða
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig.
Spá gerð 29.06.2007 kl. 06:31
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag: Hæg austlæg eða breytileg átt. Súld eða þokuloft sums staðar við suður- og austurströndina, annars bjartviðri að mestu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins norðan- og vestanlands. Á mánudag: Norðaustlæg átt. Víða bjartviðri vestanlands, en skýjað austanlands og rigning síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands. Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt og rigning eða súld suðaustantil en þokuloft norðanlands. Skýjað með köflum suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á fimmtudag: Austlæg átt og væta víða um land. Hiti 10 til 18 stig hlýjast vestanlands.
Spá gerð 28.06.2007 kl. 22:36