Áfram vonskuveður – lægir í nótt
Klukkan 8 voru VSV 20 m/s á Garðskagavita og 5 stiga hiti
Klukkan 6 í morgun voru suðaustan 18-23 m/s á landinu og sums staðar dálítil rigning, en suðvestan 18-23 og skúrir suðvestanlands. Hiti var 3 til 9 stig, hlýjast norðan til.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 23-28 m/s og rigning með köflum, en vestan 15-23 og él síðdegis. Norðlægari í kvöld, en lægir í nótt og á morgun og léttir til. Hiti 1 til 5 stig í dag, en frystir síðan.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi víða um land og jafnvel ofsaveðri um tíma suðvestanlands. Spá: Suðaustan 18-23 m/s í fyrstu og rigning eða skúrir, en snýst síðan suðvestan 20-28 m/s, hvassast suðvestan til. Gengur í norðan- og norðvestan 15-20 með snjókomu eða éljum norðan til undir kvöld, fyrst á Vestfjörðum. Áfram vestan 18-23 og skúrir eða él sunnan til. Lægir smám saman og léttir til á morgun. Kólnandi veður og frystir víða síðdegis.