Áfram vetrarríki á Suðurnesjum
Vetrarríkið á Suðurnesjum virðist ekkert vera á undanhaldi en veðurspáin fram í næstu viku gerir ráð fyrir áframhaldandi frosti og éljagangi. Það er fremur jólalegt um að litast á Suðurnesjum þessa dagana en mörgum finnst snjórinn og vetrarríkið einmitt auka á stemmninguna og jólaskapið á aðventunni. Síðan er það bara spurning hvort þetta verði toppað með hvítum jólum.
Í dag gengur í austan 13-20 m/s við Faxaflóann, hvassast allra syðst. Snjókoma verður með köflum eftir hádegi og minnkandi frost. Austan 5-10 á morgun, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig.
Ellert Grétarsson hefur verið á ferðinni með myndavélina í vetrarríkinu og myndin hér að ofan tók hann í gær frá Keflavík yfir Faxaflóann í átt að Akrafjalli.
Myndasyrpur Ellerts má sjá í ljósmyndasafni Víkurfrétta hér.