Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áfram verður greitt úr Manngildissjóði, segir Árni
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 14:22

Áfram verður greitt úr Manngildissjóði, segir Árni


Hannes Friðriksson fullyrðir í aðsendri grein á vf.is í dag að peningar úr Manngildissjóði Reykjanessbæjar, sem nýta átti til styrktarverkefna, hafi verið skuldfærðir á bæjarsjóð og varið í að greiða skuldir hans. Árni Sigfússon, bæjarstjóri segir þetta rangt.

„Það er rangt ef gefið er í skyn að manngildissjóður hafi verið rekinn undir sérstakri kennitölu eða aðgreindur frá bæjarsjóði.  Verkefni sem ætluð eru til mannræktar og aukins manngildis hafa verið sett undir manngildissjóð og úthlutað undir hans merkjum. Við höfum greitt til þessara verkefna um 30-50 milljónir kr. á ári hverju, eftir aðstæðum. Það er rangt ef haldið er fram að þau verkefni verði ekki studd á næsta ári, s.s. þjálfarastyrkir, stuðningur við íþróttafélög, forvarnir, menningarfélög og tómstundafélög.
Framlögin verða þó lægri eða nær 20 milljónum kr. á næsta ári, en fjárhagsáætlun verður væntanlega endanlega afgreidd um áramótin,“ segir Árni aðspurður hvað hæft sé í þeim fullyrðingum sem Hannes setur fram í grein sinni.

Sjá grein Hannesar hér:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024