Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram varnir í Keflavík
Föstudagur 3. september 2004 kl. 09:19

Áfram varnir í Keflavík

Varnarstöðin í Keflavík gegnir mikilvægu hlutverki fyrir öryggi Íslands og Bandaríkjanna og bandaríkjaher á áfram að halda uppi varnarviðbúnaði hér á landi segir Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann vill samt ekki tilgreina nákvæmlega í hverju sá viðbúnaður eigi að felast þar sem verið sé að vinna að lausn málsins meðal æðstu manna ríkjanna. Reynt verði að finna leið, sem sé viðunandi fyrir báðar þjóðirnar, til að tryggja hér öryggi, en frá þessu er greint á mbl.is.

Richard Lugar er repúblikani og hefur setið í öldungadeildinni í 28 ár fyrir Indiana-ríki. Aðspurður segir hann afstöðu bandarískra stjórnvalda varðandi framkvæmd varnarsamningsins við Ísland ekki breytast eftir því hvort George Bush eða John Kerry vinni forsetakosningarnar í nóvember. Áherslur þeirra séu líkar þó þær séu ekki hinar sömu.

Lugar segir varnarstöðina í Keflavík hluta af varnarviðbúnaði Atlantshafsbandalagsins en vill ekki tilgreina hvort íslensk stjórnvöld eigi að taka aukinn þátt í rekstri stöðvarinnar.

Fleiri fréttir á mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024