Áfram vætusamt
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Suðaustan 8-13 m/s í fyrstu, en lægir síðan. Skýjað og rigning eða súld um tíma síðdegis. Hæg norðlæg átt í kvöld, en austan 5-10 og rigning um hádegi á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Austan og suðaustan 5-10 m/s og rigning víða um land, en snýst í vestan 5-10 suðvestanlands síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Á sunnudag:
Gengur í norðaustan 13-18 m/s með rigningu, en slyddu á Vestfjörðum. Léttir til suðvestanlands. Hiti 2 til 8 stig.
Á mánudag:
Stíf norðanátt með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðanátt með éljagangi norðanlands, en bjartviðri syðra. Frost 1 til 5 stig fyrir norðan, en kringum frostmark syðra.
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri og talsvert frost, en gengur í suðaustanátt með slyddu suðvestanlands og hlýnar.
Ljósmynd/elg: Við Stafnes.