Áfram væta
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Sunnan og suðvestan 5-10 m/s, skýjað og skúrir. Suðlæg átt, 8-13 og rigning í nótt. Vaxandi sunannátt á morgun, 13-18 undir kvöld og sumstaðar talsverð rigning. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Sunnan hvassviðri eða stormur með talsverðri rigningu, einkum suðvestan til. Lægir heldur með skúrum eftir hádegi. Hiti 10 til 15 stig.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með skúrum eða rigningu, en þurrt að mestu norðaustanlands. Áfram milt veður.