Áfram væta
Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en vestlægari og skúrir kringum hádegi. Snýst í norðvestan 10-15 og léttir til seint í nótt, en hægari norðaustanátt síðdegis á morgun. Hiti 1 til 7 stig, en frystir á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, 10-18 m/s með slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlánar.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt og él V-til, en rigning A-lands framan af en léttir síðan til. Frystir inn til landsins.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og slydda eða rigning með köflum. Hiti kringum frostmarki.






