Áfram væta
Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi vætu fram að helgi. Við Faxaflóann er verður suðaustan 5-10 m/s. næsta sólarhringinn. Súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti 11 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-10 m/s. Súld eða rigning norðan- og austanlands, en þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Þó má búast við stöku síðdegisskúrum á Suðurlandi. Hiti 10 til 18 stig, en hiti 6 til 10 stig við N-ströndina.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytilega átt og léttskýjað með köflum, en lítilsháttar væta á Norðausturlandi. Heldur kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt og rigning norðaustanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 7 til 14 stig.
Á miðvikudag:
Áframhaldandi norðlæg átt með vætu norðanlands, en úrkomulaust syðra. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-10 m/s. Súld eða rigning norðan- og austanlands, en þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Þó má búast við stöku síðdegisskúrum á Suðurlandi. Hiti 10 til 18 stig, en hiti 6 til 10 stig við N-ströndina.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytilega átt og léttskýjað með köflum, en lítilsháttar væta á Norðausturlandi. Heldur kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt og rigning norðaustanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 7 til 14 stig.
Á miðvikudag:
Áframhaldandi norðlæg átt með vætu norðanlands, en úrkomulaust syðra. Hiti breytist lítið.