Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áfram sömu merki og fyrir síðasta gos
Hagafell og varnargarðar. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 20. ágúst 2024 kl. 13:24

Áfram sömu merki og fyrir síðasta gos

Skjálftavirknin er merki þess að þrýstingur heldur áfram að vaxa

Skjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina sýnir áfram sömu merki og sáust dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí. Tveir skjálftar yfir 2 að stærð mældust í nótt og hafa alls sex skjálftar yfir tveimur mælst síðustu viku. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirknin er merki þess að þrýstingur heldur áfram að vaxa á svæðinu vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróun í kvikusöfnun og landrisi hefur verið óbreytt síðustu daga. Líkanreikningar sýna að heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði.

Áfram eru því taldar miklar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni hvenær sem er.

Hættumat og sviðsmyndir eru áfram óbreyttar.

Graf_Merking_Landscape_IS_20082024

Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði