Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram snjókoma
Föstudagur 2. desember 2011 kl. 10:03

Áfram snjókoma

Austan og norðaustan 8-13 og dálítil snjókoma S-til. Norðan 5-10 eftir hádegi og léttir til. Hæg breytileg átt á morgun og él úti við sjóinn. Frost 0 til 10 stig, kaldast í uppsveitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 8-13 og snjómugga, en norðan 5-10 og léttir til síðdegis. Norðaustan eða breytileg átt 3-8 á morgun og stöku él. Frost 1 til 6 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s við N- og A-ströndina, en annars hægari. Víða bjartviðri en él við sjávarsíðuna. Frost víða 5 til 10 stig en allt að 20 inn til landsins.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg eða norðlæg átt, 3-10 m/s með éljum, einkum úti við sjóinn. Áfram kalt í veðri.