Áfram sama blíðan
Það verður norðlæg eða breytileg átt við Faxaflóann næsta sólarhringinn, 3-8 m/s og léttskýjað, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 12 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag: Norðlæg átt, víða 3-8 m/s og rigning, en úrkomulítið SV- og V-lands. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Á sunnudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil væta, en þurrt norðanlands. Vaxandi suðvestanátt með rigningu V-til síðdegis. Heldur hlýnandi, einkum fyrir norðan.