Áfram norðaustanátt
Norðaustan 8-13, en allt að 18 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi í fyrstu. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 7 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-13 og dálítil rigning, en 13-18 m/s um kvöldið og talsverð rigning á austanverðu landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnantil.
Á miðvikudag:
Austlæg átt og víða rigning eða súld um tíma, en birtir til á N-landi. Hlýnandi veður.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Austanátt og rigning öðru hverju, einkum SA-lands, en úrkomulítið og bjart með köflum á N- og V-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast N- og V-lands.