Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram mun snjóa
Sunnudagur 27. nóvember 2011 kl. 11:52

Áfram mun snjóa

Suðvestan 5-10 og dálítil él. Norðaustan 8-15 og snjókoma í nótt og frost 0 til 5 stig, en fremur hæg suðlæg átt syðst á morgun, úrkomulítið og hiti um og yfir frostmarki. Heldur hvassara norðantil seint á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-10 m/s og dálítil él í fyrstu. Austan 8-15 og snjókoma og síðar slydda í kvöld og nótt. Hægari breytileg átt á morgun. Hiti um frostmark.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en þurrt að mestu suðvestantil. Frost 1 til 8 stig.


Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s. Bjart með köflum og sums staðar dálítil él. Talsvert frost.


Á fimmtudag:
Austlæg átt og bjart veður, en stöku él úti við ströndina. Áfram kalt í veðri.


Á föstudag:
Suðlæg átt og él, dregur heldur úr frosti.


Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu eða éljum. Frost 0 til 6 stig.


Myndin er úr vefmyndavél Vegagerðarinnar í bæjarlandi Garðs við Rósaselstorg.