Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram lokað að gosstöðvunum
Frá gosstöðvunum. Mynd/Ingibergur Þór Jónasson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. júlí 2023 kl. 10:27

Áfram lokað að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent út fréttatilkynningu þess efnis að áfram verði lokað að gosstöðvunum, var þetta ákveðið á fundi viðbragðsaðila í morgun. Viðbragðsaðilar funda aftur klukkan níu í fyrramálið og endurmeta þá stöðuna.

Er það gert til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun er á svæðinu og þá ekki síst vegna gróðurelda. Lögreglustjóri getur því miður ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvasst er í dag við gosstöðvarnar og vindátt óhagstæð göngufólki. Reykur frá gróðureldum og gosi liggur yfir gönguleið að gosinu.

Verið er að bæta mælingar á mengun á gossvæðinu en því verki er ekki lokið. Unnið er áfram að lagfæringum á svæðinu.

Ákvörðun lögreglustjóra um lokun verður endurskoðuð á fundi viðbragsaðila í fyrramálið kl. 9.