SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Áfram líkur á eldgosi þótt dragi úr aflögun og skjálftavirkni
Miðvikudagur 29. nóvember 2023 kl. 11:23

Áfram líkur á eldgosi þótt dragi úr aflögun og skjálftavirkni

Jarðskjálftavirkni hefur áfram farið hægt minnkandi síðustu tvo sólarhringa. Í gær mældust um 340 skjálftar nærri kvikuganginum og frá miðnætti í dag hafa um 150 skjálftar mælst. Flestir skjálftanna eru smáskjálftar undir 1,0 að stærð á svæðinu austan við Sýlingarfell.

Dregið hefur úr hraða landriss við Svartsengi síðustu daga en hraði þess er áfram þó nokkur, eða allt að einn sentimetra á sólarhring, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Aflögunargögn og niðurstöður líkanreikninga benda til að megnið af aflöguninni komi til vegna innflæðis undir Svartsengi frekar en innflæðis í kvikuganginn. Með öðrum orðum, þenslan við Svartsengi yfirgnæfir nú merkin við kvikuganginn en hægt dregur þó úr öllum færslum. Innflæði í kvikuganginn einskorðast við svæðið austan við Sýlingarfell. Þótt áfram dragi úr aflögun og skjálftavirkni, eru ennþá taldar líkur á eldgosi og ef til þess kemur er líklegasti staðurinn austan Sýlingarfells.