Áfram léttskýjað en kalt
Það verður fremur hæg norðanátt við Faxaflóann í dag og léttskýjað. Vestan 3-8 á morgun, þokuloft. Hiti 1 til 4 stig en vægt frost í uppsveitum í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðan og norðaustan 5-10 m/s. Snjómugga norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum og stöku él, síst þó á Vesturlandi. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 5 stiga hiti sunnantil á landinu.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustanátt. 10-18 m/s um sunnan- og vestanvert landið, snjókoma eða slydda og hiti um frostmark. Hægari vindur norðan- og austanlands, skýjað með köflum og frost 0 til 6 stig.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustan átt og snjókoma eða él norðan- og austanlands, en skýjað með köflum suðvestantil. Frostlaust næst sjónum en annars vægt frost.