Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram kröftug uppbygging
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2022-2026 eftir fyrsta fundinn, f.v.: Margrét Þórarinsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný B. Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Friðjón Einarsson, Valgerður Björk Pálsdóttir, Sverrir Bergmann, Margrét Ólöf Sanders, Guðbergur Reynisson, Jóhanna Helga Oddsdóttir og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. VF-mynd: pket
Fimmtudagur 9. júní 2022 kl. 12:47

Áfram kröftug uppbygging

Framsókn Samfylking og Bein leið í nýjum meirihluta Reykjanesbæjar

Framsókn, Samfylking og Bein Leið hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjanesbæ. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 7.júní.

„Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn,“ segir í tilkynningu frá nýjum meirihluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Meirihlutinn mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra.

Reykjanesbær er eitt stærsta fjölmenningarsamfélag landsins, tækifærin sem felast í því eru fjölmörg. Nýr meirihluti mun vinna markvisst að því að efla samstarf við atvinnulífið og félagasamtök í bænum með það fyrir augum að samfélagið allt styðji þá aðila, sem kjósa að setjast hér að, til virkni í samfélaginu.

Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjarstjóri verður endurráðinn sem bæjarstjóri. Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabilsins og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Framsóknar verður forseti bæjarstjórnar fyrri hluta kjörtímabilsins og formaður bæjarráðs seinni hluta kjörtímabilsins, segir í tilkynningu.

Áfyrsta bæjarstjórnarfundinum var greint frá kosningu í nefndir, stjórnir og ráð Reykjanesbæjar. Sjá má nánar um það hér.