Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram kalt í veðri
Mánudagur 4. febrúar 2008 kl. 09:20

Áfram kalt í veðri

Við Faxaflóann verður norðlæg átt í dag, 10-15 m/s og léttskýjað. Heldur hvassari og snjókoma á stöku stað síðdegis. Vestan 8-13 og él á morgun. Frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en bjartviðri austantil á landinu. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustan- og austanlands.

Á fimmtudag:
Suðvestan 15-20 m/s og snjókoma eða él, einkum sunnan- og vestanlands, en heldur hægari og úrkomuminna seinni part dags. Frost 0 til 6 stig, en hiti um frostmark við suðurströndinna.

Á föstudag:
Hvöss suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Stíf suðvestanátt með éljum, en bjartviðri austantil á landinu. Hiti kringum frostmark.

Mynd: Skýjabólstrar yfir Reykjanesbæ. Nesvellir í forgrunni. VF-mynd: elg.

Af www.vedur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024