Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 29. nóvember 2000 kl. 01:53

Áfram jarðhræringar á Reykjaneshrygg

Rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun mældist jarðskjálfti af stærðinni 4,2 á Richterkvarða á Reykjaneshrygg, um 34 km frá Reykjanestá nálægt Geirfuglaskeri, og fylgdu þrír smærri skjálftar í kjölfarið. Nokkur virkni hefur verið á þessu svæði í haust. Jarðhræringarnar á Reykjaneshrygg héldu áfram á aðfaranótt miðvikudags og á miðvikudagsmorgun. Þrír skjálftar, sem mældust í kringum 2 á Rictherskala, urðu á fyrsta hálftímanum eftir miðnætti á aðfaranótt miðvikudagsins og síðan kom einn skjálfti upp á 2,2 á Richter klukkan fimm um morguninn. Bergþóra Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur á Veðurstofunni, sagði í samtali við mbl.is að ljóst væri að enn væri einhver hreyfing á jarðskorpunni á þessu svæði á Reykjaneshryggnum. Hún taldi ekki miklar líkur á neðansjávargosi, en sagði að jarðskjálftamælar væru það langt frá þessu svæði að erfitt væri að meta það. Mælarnir, sem nema þessa skjálfta, eru út á Reykjanesi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024