Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi eftir einkennilegt háttarlag á Facebook
Þriðjudagur 27. mars 2012 kl. 13:08

Áfram í gæsluvarðhaldi eftir einkennilegt háttarlag á Facebook

Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í lok febrúar eftir að lögreglu barst tilkynning um undarlegt háttarlag mannsins á Facebook-síðu sinn, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. apríl nk..

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dómari Héraðsdóms Reykjaness féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í gær. Á Facebooksíðu mannsins mátti finna myndir af honum handleika skotvopn. Auk þess voru þar myndir af sprengju og sprengjuefni. Einnig hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp.

Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku mannsins á sínum tíma. Fóru sérsveitarmenn vopnaðir inn á heimili mannsins. Maðurinn lagði til sérsveitarmanna með hnífi en var yfirbugaður samstundis. Á heimili mannsins fannst rörasprengja, kindabyssa og efni til sprengjugerðar. Hann reyndist vera með nokkurt magn eggvopna á heimilinu og tvær eftirlíkingar af skammbyssum.