Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna
Gagnaver á Fitjum í Reykjanesbæ
Föstudagur 23. febrúar 2018 kl. 17:46

Áfram í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna

Tveir menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í seinni hluta janúar, vegna rannsóknar lögreglu á þjófnaði úr gagnaverum, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Úrskurðurinn, sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp í dag, gildir í eina viku. RÚV greinir frá þessu.
 
Gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna en eins og komið hefur fram þá var 600 tölvum stolið úr gagnaverum, m.a. í Reykjanesbæ. Verðmæti þýfisins er um 200 milljónir króna.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024