Áfram hlýtt með rigningu
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir sunnan 8-15 m/s, en heldur hægari um tíma í kvöld og nótt. Rigning eða súld með köflum. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning, en skýjað með köflum og þurrt norðaustantil. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 9 stig.
Á föstudag:
Stíf sunnanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Kólnandi veður og frystir norðan- og austanlands.
Á laugardag:
Gengur í hvassa norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en rigningu eða slyddu sunnanlands. Hiti í kringum frostmark, en víða vægt frost um kvöldið.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðan- og norðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og víða léttskýjað eða skýjað með köflum, en él fyrir norðan. Áfram kalt í veðri.