Áfram hlýtt í veðri
Veðurspá fyrir Faxaflóa:
Norðvestan 3-5 m/s, en 5-10 á morgun. Þokumóða, en léttskýjað að deginum. Hiti 14 til 22 stig, hlýjast í innsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en súld eða þokuloft við ströndina norðan- og vestantil. Síðdegisskúrir norðaustanlands og syðst á landinu. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Hægviðri og víða dálítil væta, síst þó á Vesturlandi. Hiti 8 til 15 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Sunnanátt, vætusamt og milt veður, en úrkomulítið norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með vætu, einkum um vestanvert landið og kólnandi veðri.
Af www.vedur.is