Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram hlýtt í veðri
Miðvikudagur 11. ágúst 2004 kl. 09:19

Áfram hlýtt í veðri

Um sex leytið í morgun var austlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s, en allra syðst voru 5-10. Léttskýjað en mistur í lofti. Þokuloft var víða á Norðurlandi. Svalast var 8 stiga hiti í þokunni, en hlýjast 21 stig á Vatnsskarðshólum og Korpu.

Veðurhorfur á landinu til klukkan 18 á morgun:
Hæg austlæg átt eða hafgola og yfirleitt léttskýjað en þokuloft úti við norður- og austurströndina. Hiti víða 20 til 27 stig inn til landsins að deginum, en mun svalara í þokuloftinu.

Gert er ráð fyrir að veðurkortið muni ekki breytast mikið frá því sem sýnt er hér alveg fram á föstudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024