Áfram hiti á landinu
Veðurstofan spáir suðvestlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s á landinu í dag. Dálítil slydda eða rigning verður á norðanverðu landinu og smáskúrir vestan til en annars skýjað með köflum og þurrt. Í nótt verður vaxandi suðaustanátt og þá þykknar upp suðvestanlands.Hiti verður víða 1 til 6 stig í dag, en vægt frost í innsveitum.