Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áfram gluggaveður - bjart en svalt
Gluggaveður í Krossmóa.
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 09:39

Áfram gluggaveður - bjart en svalt

Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri við Faxaflóa í dag, en norðan 5-10 og skýjað að mestu í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg austan og norðaustan átt og bjartviðri. Norðan 5-10 á morgun og skýjað að mestu. Hiti 1 til 6 stig, en um frostmark í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s við N- og A-ströndina, annars hægari vindur. Víða dálítil él, en yfirleitt þurrt V-til á landinu. Hiti 1 til 6 stig að deginum S- og V-lands, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan.

Á laugardag:
Austan 5-13 m/s og stöku él N- og A-lands, en dálítil rigning eða slydda á S-verðu landinu síðdegis. Hiti 0 til 8 stig, mildast SV-til.

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 8-15 m/s. Þurrt og bjart veður á SV- og V-landi, annars dálítil él. Hiti 1 til 8 stig, en vægt frost NA-til.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og víða bjart veður, en stöku él A-til. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu á A-verðu landinu, en víða bjartviðri V-til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024