Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram frost með snjókomu
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 08:11

Áfram frost með snjókomu


Búast má við áframhaldandi frosti og einhverri snjókomu næstu daga hér á suðvesturhorninu samkvæmt veðurspá.  Það verða austan og norðaustan 5-10 m/s við Faxaflóann í dag, víða léttskýjað, en stöku él norðantil. Skýjað síðdegis og snjókoma með köflum. Austan og norðaustan 8-15 með snjókomu á morgun. Frost 2 til 8 stig yfir hádaginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og léttskýjað, en þykknar upp eftir hádegi. Austan 5-10 og snjókoma seint í dag og á morgun. Frost 1 til 6 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s og snjókoma, einkum SV-lands, en sums staðar hvassari syðst á landinu. Hægari vindur og dálítil él á norðaustanverðu landinu. Frost 3 til 15 stig, minnst syðst.

Á föstudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en hægari NA-lands. Snjókoma S-lands, en annars víða él. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og ofankoma með köflum víða um land. Frost 0 til 8 stig, minnst við suðurströndina.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða snjókomu og hlýnandi veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024