Áfram frítt í strætó í Reykjanesbæ
Engar breytingar verða gerðar á rekstri strætó í Reykjanesbæ og verður hann áfram gjaldfrjáls þrátt fyrir slæmt efnahagsástand. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Leiðarkerfi Strætó Reykjanes var nýverið endurskipulagt með það að markmiði að þjóna betur börnum og ungmennum sem og eldri borgurum en að auki höfðu ný hverfi bæst við s.s. Tjarnahverfi, Dalshverfi, Ásahverfi og Vallarheiði. Strætó ekur þannig fram hjá helstu íþróttamannvirkjum, tónlistarskóla og annari tómstundastarfsemi sem og Nesvöllum sem er þjónustumiðstöð eldri borgara.
Áhersla er lögð á að þjóna hverju skólahverfi og taka um leið mið af lykilþjónustu í bæjarfélaginu og má þar nefna stofnanir s.s. skóla, íþróttahús, sjúkrahús, banka og verslanir.
Strætó ekur jafnframt um helgar.
Sjá nánar hérna! í ítarlegri frétt á vef Reykjanesbæjar.