Áfram fremur hlýtt í veðri
Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Suðvestan 8-13 norðvestantil á morgun, en annars hægari. Dálítil rigning vestanlands og á Vestfjörðum, en léttskýjað austantil. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig að deginum.
Faxaflói:
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-13 m/s norðvestantil síðdegis, annars hægari. Skúrir um landið vestanvert, en léttskýjað austanlands. Hiti 10 til 16 stig.
Á föstudag og laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Milt í veðri.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Suðaustan- og austanátt með rigningu, einkum um landið suðaustanvert. Áfram fremur hlýtt í veðri.