Áfram blautt
Vestan og síðan suðvestan 3-8 m/s við Faxaflóa í dag en hvessir á morgun, 8-15 m/s síðdegis, hvassast norðantil. Dálítil rigning eða súld með köflum. Hiti 1 til 6 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg suðvestlæg átt og smá súld með köflum í dag en vaxandi suðvestanátt á morgun, 5-10 síðdegis og þurrt að mestu. Hiti 2 til 5 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:?Suðvestan 10-15, rigning eða slydda og síðar él vestantil en hægari og úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 6 stig en vægt frost inn til landsins N- og A-til. ??Á föstudag:?Vestan og suðvestan 8-13 og slydduél eða él en bjartviðri A-lands. Frostlaust með ströndinni en vægt frost inn til landsins. ??Á laugardag og sunnudag:?Sunnan- og suðvestanátt. Rigning sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti 1 til 8 stig. ??Á mánudag:?Suðaustanátt. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti nálægt frostmarki.