Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áfram bjart og kalt
Þriðjudagur 22. desember 2009 kl. 08:15

Áfram bjart og kalt


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðan 5-13 m/s. Léttskýjað í dag, en skýjað með köflum á morgun og þurrt að kalla. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 5-10 m/s. Léttskýjað í dag, en skýjað með köflum á morgun og þurrt að kalla. Frost 2 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á miðvikudag (Þorláksmessa):
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s. Él fyrir norðan, dálítil snjómugga syðst á landinu og síðar á SV-horninu seinnipartinn, en annars þurrt að kalla. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á fimmtudag (aðfangadagur jóla):
Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast V-lands. Él á N-landi, en annars þurrt að kalla og bjart syðra. Vaxandi norðanátt og ofankoma NV-lands síðdegis. Áfram svipað frost.

Á föstudag (jóladagur):

Norðaustlæg átt með snjókomu eða slyddu S-til, en dálitlum éljum fyrir norðan. Hlýnar heldur og víða frostlaust S- og V-lands.

Á laugardag (annar í jólum) og sunnudag:

Norðlæg átt með éljum, en bjart syðra. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag:

Lægir og léttir til. Kólnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024