Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram álag á útsvarið í Reykjanesbæ
Föstudagur 29. janúar 2016 kl. 16:00

Áfram álag á útsvarið í Reykjanesbæ

Álag á útsvar í Reykjanesbæ, 3,62 prósent, sem tekið var upp í fyrra mun vera áfram þetta ár. Álagið er til komið vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ verður útsvarsprósenta hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögunum óbreytt hjá öllum nema Vestmannaeyjabæ þar sem útsvarið hækkar á milli ára.

Fráveitugjald er í flestum tilfellum greitt sem hlutfall af fasteignamati. Þegar tekið er tillit til þróunar á fasteignamati hækkar fráveitugjaldið hjá nær öllum sveitarfélögunum sem eru í samanburðinum. Fráveitugjald hækkar í takt við hækkun á fasteignamati og er mesta hækkunin í fjölbýli eða um 9 til 13 prósent hjá Reykjanesbæ, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Kópavogi. Fyrir sérbýli er mesta hækkunin hjá Reykjanesbæ, um 9 prósent. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vatnsgjald er yfirleitt innheimt sem hlutfall af fasteignamati. Þegar tekið hefur verið tillit til þróunar á fasteignamati má sjá að lækkun á vatnsgjaldi var mest hjá Hafnarfjarðarkaupstað, frá 20 til 24 prósent. Mesta hækkun á vatnsgjaldi í fjölbýli var 9 til 12 prósent í Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ.