AFP-fréttastofan fjallar um varnarliðsmálið
Fréttastofan AFP greinir í dag frá deilum um veru herliðs Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli. Vitnar fréttastofan í fréttir Stöðvar 2 um að ríkisstjórnin hafi vitað af áætlunum Bandaríkjamanna, um að draga úr herstyrk sínum hér, fjórum dögum fyrir kosningarnar 10. maí en haldið upplýsingunum leyndum þar til þær voru yfirstaðnar. Í frétt AFP segir meðal annars „Brottflutningur heraflans, sem hefur haldið uppi öflugri varnarstöð í minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í 50 ár vegna ógnar Sovétríkjanna, myndi gera loftvarnir landsins að engu og veikja fjárhag þess.“
Rætt er við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem segir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óskiljanleg og að lokum fjalla þeir AFP-menn um áhrif fækkunar í herliðinu á atvinnulíf Reykjanesbæjar þar sem heimamenn muni missa um helming 1.700 starfa. Morgunblaðið greinir frá.
Rætt er við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, sem segir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óskiljanleg og að lokum fjalla þeir AFP-menn um áhrif fækkunar í herliðinu á atvinnulíf Reykjanesbæjar þar sem heimamenn muni missa um helming 1.700 starfa. Morgunblaðið greinir frá.