Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Afmælisveisla í Reykjaneshöllinni
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 18:17

Afmælisveisla í Reykjaneshöllinni

Laugardaginn 19. febrúar næstkomandi verða fimm ár liðin frá formlegri opnun Reykjaneshallarinnar en bygging hennar markaði tímamót í íþróttasögunni þar sem höllin var fyrsta fjölnota íþróttahúsið sem reist var hér á landi.

Af því tilefni verður opið hús í höllinni á morgun, föstudaginn 18. febrúar og verður boðið upp á kaffi og kleinur frá 9:00 til 12:00.

Leikskólar hafa verið duglegir að nýta sér höllina til hreyfingar en í tilefni af afmælinu hefur öllum börnum á leikskólaaldri í Reykjanesbæ verið boðið í höllina þar sem boðið verður upp á ýmis leiktæki s.s. bolta, gjarðir og fleira skemmtilegt.

Áhugi er jafnframt fyrir því hjá forstöðumanni Reykjaneshallarinnar ásamt Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði að bjóða upp á frekari heimsóknir barna á leikskólaaldri í höllina þar sem boðið verður upp á fjölbreytt leiktæki til þess að auka hreyfingu þessa aldurshóps.

Samningur um byggingu, leigu og fjármögnun fjölnota íþróttahúss var undirritaður í Reykjanesbæ 14. mars 1999 af Verkafli, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka hf., Landsbankanum og Reykjanesbæ. Húsið sem síðar fékk nafnið Reykjaneshöllin átti samkvæmt samningnum að vera tilbúið eigi síðar en 18. febúar 2000 og stóðst sú tímasetning.

Vinnustofa Arkitekta hannaði útlit Reykjaneshallarinnar og teiknistofan Storð umhverfi hennar.
Í Reykjaneshöll er 7.800 m2 íþróttasalur auk 500 m2 þjónustuhúss á tveimur hæðum.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024