Afmælishátíð Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis
Á morgun, laugardag, er Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 70 ára og af því tilefni verður afmælishátíð félagsins haldin í Stapa klukkan 14:00. Dagskrá afmælishátíðarinnar verður fjölbreytt og mun Kristján Gunnarsson formaður félagsins flytja ávarp, auk þess sem gestir munu flytja afmælisávörp. Sigrún Eva Ármannsdóttir mun syngja nokkur hugljúf lög, félagar verða heiðraðir, Jóhannes Kristjánsson mun flytja gamanmál og Rúnar Júlíusson mun rokka eins og honum einum er lagið. Boðið er upp á kaffi og mun Guðmundur Hermannsson taka nokkur lög á milli atriða. Félagsmenn og aðrir velunnarar eru boðnir velkomnir á afmælishátíðina.