Afmælisgjafirnar í Velferðarsjóðinn
Velferðarsjóði Suðurnesja barst á dögunum gjöf frá Jónu Höllu Hallsdóttur. Jóna hélt upp á 60 ára afmæli sitt og 40 ára hjúskaparafmæli með eiginmanninum Theodór Guðbergssyni.
Af því tilefni ákvað Jóna að afþakka gjafir sér til handa en þeir sem vildu máttu leggja í pott fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja. Skemmst er frá að segja að gjöfin varð að upphæð kr. 300.000 og eru þeim hjónum, svo og vinum og vandamönnum sem gáfu, færðar hjartans þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf, segir í tilkynningu frá Velferðarsjóði Suðurnesja.