Afmælisboð hjá Ægismönnum í Garði
Björgunarsveitin Ægir í Garði fagnar 75 ára afmæli björgunarsveitarinnar í dag en sveitin var stofnuð að Gauksstöðum í Garði fyrir réttum 75 árum af Jóhannesi Jónssyni sem jafnframt stóð fyrir því að fyrsti björgunarbáturinn var keyptur í Garðinn.
Afmælisboð Ægismanna hefst kl. 16:00 og við það tækifæri verður nýr bátur björgunarsveitarinnar vígður og honum gefið nafn. Garðmönnum og velunnurum björgunarsveitarinnar er boðið til afmælisins að þiggja veitingar og skoða búnað og húsakost sveitarinnar.
Björgunarsveitin Ægir er til húsa í Þorsteinsbúð við Gerðaveg.
Mynd: Nýr bátur Ægis í reynslusiglingu á dögunum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi