Afmælisbarn gripið í bólinu
Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og starfsmannastjóri IGS í Leifsstöð var vakinn eldsnemma í morgun á óvæntan hátt. Vinir Kjartans komu honum á óvart á 40 ára afmælisdaginn sem er í dag, 14. maí. Þeir höfðu útbúið fána með mynd af honum og skrifað á hann í tilefni áfangans. Þeir flögguðu klukkan sex í morgun og vöktu svo afmælisbarnið með söng fyrir utan svefnherbergisgluggann. Á náttsloppnum einum fata var honum sýndur glæsilegur fáninn að húni í blíðviðrinu en síðan var afmælisbarninu boðið í afmæliskökur og kaffi á eigin heimili. „Þeteta kallar maður að láta taka sig í bólinu“, sagði afmælisbarnið og er óhætt að segja að það séu orð að sönnu.