Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afmæli 88 Hússins á fimmtudag
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 20:49

Afmæli 88 Hússins á fimmtudag

88 Húsið hefur verið starfrækt í eitt ár en það opnaði þann 9. janúar 2004. 88 Húsið er menningarmiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og er staðsett að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Af því tilefni var gestum hússins boðið upp á kaffi og kökur í gær. Fimmtudaginn 13 janúar verður svo hin eiginlega afmælisveisla þegar húsið verður opið fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Ýmislegt verður í gangi þann dag, svo sem billiardmót, kynning á starfi hússins, myndasýning frá liðnu ári og fleira. Húsið opnar kl. 15:00 og er opið til kl. 23:30, segir í frétt frá 88 Húsinu. Nánar á vefsvæðinu http://www.88.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024