Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aflverðmæti jókst um 16,6% milli ára
Þriðjudagur 19. febrúar 2008 kl. 11:50

Aflverðmæti jókst um 16,6% milli ára

Aflaverðmæti Suðurnesjaflotans jókst um 16,6% milli ára í janúar til nóvember, var tæpir 12,2 milljarðar 2006 en fór rúma 14,1 milljað árið 2007.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 75,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 samanborið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur tæpum 5 milljörðum króna eða 6,7% milli ára. Aflaverðmæti í nóvember var 6 milljarðar sem er svipað og í nóvember 2006. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024