Aflögun landsins allt að 18 sentimetrar á skjálftasvæðinu
Bygljuvíxlmynd (COSMO-SkyMed) sem spannar 28. júní til 6. júlí 2023 sýnir vel aflögun vegna kvikuinnskotsins við Fagradalsfjall. Vefur Veðurstofu Íslands birtir myndina og fjallar um hana. Endurtekið litamynstrið gefur til kynna hversu mikil færsla mælist í stefnu að gervitunglinu (Line of sight). Tvö hringlaga merki frá norðvestri til suðausturs sýna vel aflögun vegna kvikuinskotsins sem hófst 4. júlí og er um miðja vegu mill Fagradalsfjalls og Keilis. Mesta aflögun sem mælist vegna innskotsins eru allt að 18 cm norðvestan við innskotið.
Þó aflögunarmerkið sjáist víða um vestanvert Reykjanesið er kvikuinnskoti afmarkað við lítið svæði milli Fagradalsfjalls og Keilis. myndin sýnir engin merki um kvikuhreyfingar annars staðar.
Á nokkrum stöðum er eins og línur skeri í gegn um bylgjuvíxlmyndina. þessar línu eru færslur vegna stærri sjálfta sem sem hafa "triggerast" vegna spennubreytinga sem innskotið veldur.
Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 28. júni til 6. júlí. mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum, byggt á gögnum frá Copernicus Sentinel (InSAR: interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við Littla Keili. Litamynstur frá rauðum lit yfir í rauðann táknar færslu upp á 15 millimetra.
Myndvinnsla: Veðurstofan, Vincent Drouin og Michelle Maree Parks.