Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afli jókst í Sandgerði og Keflavík
Mánudagur 20. október 2008 kl. 13:34

Afli jókst í Sandgerði og Keflavík



Heildarafli í september dróst saman á Suðurnesjum um 251 tonn milli ára, var 2745 tonn nú en 2996 tonn árið áður. Í Grindavík var heildaraflinn 1156 tonn samanborið við 1709 tonn árið áður. Aflasamdráttur varð í öllum helstu bolfisktegundum.

Í Sandgerði jókst aflinn úr 724 tonnun í 985 tonn milli ára í september. Sömuleiðis jókst aflinn í Keflavík úr 563 tonnum í 604 tonn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024