Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afli dróst saman í janúar
Sunnudagur 17. febrúar 2008 kl. 14:30

Afli dróst saman í janúar

Heildarafli á Suðurnesjum dróst saman um rúm 1,200 tonn í janúar á milli ára.  Heildaraflinn í janúar á síðasta ári nam 5,280 tonnum en var 4,072 tonn í ár.

Afli í helstu tegundum, þ.e. þorski, ýsu og ufsa dróst saman um 863 tonn.  Þorskaflinn einn og sér fór úr 2500 tonnum niður í  1,721 tonn og er það aflaskerðingin margumtalaða sem þarna segir til sín. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Heildaraflinn í Grindavík var 2,450 tonn í janúar síðastliðnum en var 3,385 tonn í sama mánuði 2007.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024