Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afli dregst saman um 1300 tonn í júlí
Mánudagur 30. júlí 2007 kl. 10:05

Afli dregst saman um 1300 tonn í júlí

Heildarafli á Suðurnesjum dregst nokkuð saman á milli ára í júlímánuði eða um hátt í 1300 tonn. Í Grindavík eru komin á land rúm 1600 tonn í júlí en tæp 2000 tonn bárust á land í sama mánuði í fyrra. Mun minn afli hefur borist á land í Sandgerði eða rúm 800 tonn á móti 1650 tonnum í fyrra.

 

Í Sandgerði bárust á land 264 tonn af þorski í júlímánuði 2006 en eru aðeins rétt um 100 tonn núna. Ýsuafli dregst einnig nokkuð saman. Athygli vekur að mikil sókn hefur verið í ufsa í júlí á síðasta ári en nú er sá afli varla svipur hjá sjón. Rúmum 1000 ufsatonnum var landað í Sandgerði í júlí 2006 en er núna rétt um 340 tonn. Í Grindavík var ufsaaflinn 875 tonn á móti 250 tonnum í ár, samkvæmt tölum frá Fiskistofu.

 

Nokkur sókn hefur verið í löngu og keilu hjá Grindavíkurbátum í júlí.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024