Aflaverðmæti jukust um 45%
Aflaverðmæti á Suðurnesjum jukust verulega milli ára á fyrstu tveimur mánuðum ársins eða um 45%. Þannig námu þau tæpum 2,4 milljörðum í janúar og febrúar á síðasta ári en fóru nú í ríflega 3,4 milljarða. Góð aflahrota kom eftir áramótin, auk þess sem gengisþróun er jákvæð fyrir útflutninginn.
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 16 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanborið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða eða 31,5% á milli ára.